Dagana 29. ágúst til 2. september fór Félag Gulrófubænda saman í bændaferð til Noregs. Alls voru nítján bændur sem fóru í ferðina frá átta bæjum. Ferðin var einstaklega vel heppnuð og vel skipulögð.
Allar heimsóknirnar voru í nágrenni við Þrándheim en þar er mikil hefð fyrir ræktun og garðyrkju. Íslensku bændurnir eru sammála um að margt megi læra af Norðmönnum þegar kemur að ræktun. Til að mynda nota þér sérstakan dúk umhverfis garðinn sem ver hann fyrir Kálflugu. Með því að nota þennan dúk er hægt að sleppa við að eitra garðinn. Einnig hafa þeir mikið verið að planta út gulrófuplöntum í stað þess að sá fræjum. Bændurnir nota tæknina einnig til að gera ræktunina enn skilvirkari eins og að nota GPS tæki sem mælir nákvæma lengd á milli raða sem sáð er í.

ti er hægt að nýta vélar betur og jafnframt senda grænmetið ferskt í búðirnar, þar sem allt grænmeti er sent út sama dag og það kemur inn. Það grænmeti sem kemur inn á pökkunarstöðuna hefur þegar verið pantað og getur því farið beint af stað eftir því hefur verið pakkað inn.