Sandvíkurrófur eru ómissandi á sprengidaginn!

Sprengidagurinn er í næstu viku. Við mælum að sjálfsögðu með að fólk hafi Sandvíkurrófur með saltkjötinupabbi_ad_merkja_rofur, enda einstaklega bragðgóðar og safaríkar rófur. Rófur eru ríkar af steinefnum og vítamínum (sér í lagi C og A vítamínum), eru trefjaríkar og hitaeiningasnauðar. Þær eru því fullkomið mótvægi við saltkjötið 🙂
Fyrr í vikunni fóru 1200 kg af Sandvíkurrófum með grænmetisbílnum til Reykjavíkur. Rófunum verður svo dreift í hinar ýmsu búðir á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að þekkja Sandvíkurrófurnar á límmiðanum, en þær eru merktar með númerinu 57.
Á Selfossi er hægt að nálgast Sandvíkurrófurnar í verslun Samkaupa (einnig þekkt sem Hornið). Svo er líka alltaf hægt að versla beint af bónda, með því að panta hér eða senda okkur tölvupóst á sandvikurrofur@gmail.com.
Klikkaðu hér til að sjá einfalda uppskrift að saltkjöt og baunum.
merkja_rofur

Rabarbara uppskriftir

Hér má nálgast uppskriftir sem innihalda rabarbara.

Ef þið viljið koma ykkar uppskrift (sem innihalda rabarbara)  hér inn sendið hana þá endilega á sandvikurrofur@gmail.com.

Einföld og fljótleg rabarbara kaka

Sykur- og glúteinlaus rababara og epla kaka

Kókoskaka.(gamaldags)

Rabbabarabaka

Rabbabarabláberjasulta

Rabbabaragrautur

Rabbabarakaka

Rabarbaramauk

Rabbabaramauk með tómötum.

Rabarbara- og eplamulningur

Rabbabaraostakaka.

Rabbarbarapæ með súkkulaði

Rabbabarasulta

Rabbabarapæ að hætti sælkerans

Syndsamlega góð rabarbarabaka

Rófu uppskriftir

Hér má nálgast uppskriftir sem innihalda gulrófur.

Bakaðar gulrófur og gulrætur

Bakaður saltfiskur

Eplasalat á rófubeði

Gulrófusalat

Gulrófutartar – Sigurlaug Margrét

Létt baunasúpa

Rófuborgari Sveinn Kjartansson

Æðislegur rófupizzubotn! (glútenlaus)

Rófur& ananas Helga Mogensen

Rófur með chili og engifer – Yasmine Olsson

Rófusalat Krúsku – Valentína Björsdóttir

Rófusúpa – Rúnar Marvinsson

Rófu taco Solla

Saltkjöt og baunir

 

Ef þið viljið koma ykkar uppskrift (sem inniheldur rófur)  hér inn sendið hana þá endilega á sandvikurrofur@gmail.com.

Eftirfarandi er tekið af síðunni islenskt.is.

Rófur

Geymsla
 
Rófur þarf að geyma í kæli. Besti geymsluhiti er 0-2°C. Rófum er hætt við að tapa vökva, því er best að sveipa þær plastfilmu eða geyma þær í lokuðum poka.
Notkun
 
Gulrófu má nýta á ýmsan hátt, bæði hráa og soðna. Hún er skorin í sneiðar eða teninga til að nota í súpur eða pottétti. Einnig er hún tilvalin til að rétta krökkum að narta í. Soðnar gulrófur eru bornar fram í sneiðum eða teningum sem meðlæti eða hafðar í rófustöppu með saltkjöti, saltfiski og sviðum, svo eitthvað sé nefnt. Þær eru líka góðar með lambasteik eða „roast beef“ – þykkar sneiðar eru penslaðar með feiti og látnar í fatið síðasta klukkutímann í steikingunni.
Hægt er að fríska upp á sneiðar af linum rófum með því að leggja þær í ísvatn í 30 mínútur. Eitthvað af vítamínum tapast þó við þetta.
Er hægt að fyrsta gulrófu?
 
Gulrófur eru fáanlegar allt árið, þannig að ekki verður séð að þörf sé á að frysta þær. Auk þess henta rófur ekki til frystingar eins og þær koma fyrir, en hægt er að frysta þær sem stöppu eða í teningum. Þó er nokkuð víst að árangurinn verður ekkert sérstakur, því þær verða vatnskenndar og bragðvondar eftir frystingu í samanburði við ferskar rófur.
Hvaða hluta er hægt að borða ?
 
Allt nema hýðið.

Syndsamlega góð rabarbarabaka

Syndsamlega góð baka

Fylling: 400 gr. rabbabari, 1/2 dl. hveiti,  2 egg, 2 1/2 dl sykur

Ofaná fyllinguna: 1 3/4 dl hveiti, 1 1/2 púðursykur, 50 gr. smjör

Þvoið rabbabarann og skerið hann niður. Blandið saman rabbabara ogg 1/2 dl af

hveiti, sykri og eggjum. Setjið í smurt eldfast mót.

Myljið saman púðursykur, hveiti og smjör og dreifið yfir rabbabarafyllinguna. Bakið í

u.þ.b. 45 mín við 200°C. Borið fram volgt með ís eða rjóma.

Uppskrift sótt á:

http://www.feykir.is/archives/11894

Rabbabarapæ að hætti sælkerans

Rabbabarapæ að hætti sælkerans

Innihald:

rabbabari

50gr. sykur

100gr. hveiti

50gr. smjör

100gr. fyllt súkkulaði

Matreiðsla:

1. skerið rabbabarann í bita (sneiðar) og setjið í eldfast mót (5-7 stilka)

2. skera súkkulaðið í bita og blanda út í rabbabarann

3. hnoða saman sykri, hveit og smjöri, og sáldra yfir réttinn

4. setja í 180c° heitann ofn í 30 mín

Uppskrift sótt á:

http://www.feykir.is/archives/11894

Rabbabarasulta

Rabbabarasulta.

Innihald:

1 kg rabbabari hreinsaður og þveginn, skorinn í litla bita

750 gr sykur ( sumir nota 1 kg)

Matreiðsla:

Soðið saman lengi, við vægan hita í allt að 6 klst ef þú vilt hafa hana mjög þykka,

hrærið í af og til, sumir bæta kanil í sultuna svona til bragðbætis en þess þarf

ekkert. Kælið aðeins áður en hellt er í hreinsaðar krukkur.

Uppskrift sótt á:

http://www.femin.is/lnthreads_read.asp?main_group_id=0&group_id=2&post_id=109551&page_no

=161&thread_id=15400&theme_id=3&ppid=&pt=&np=109553&nt=15400

Rabbarbarapæ með súkkulaði

Rabbarbarapæ með súkkulaði

Innihald:

200 gr. mjúkt smjörlíki

200 gr. sykur

200 gr. hveiti.

100 gr. suðusúkkulaði, saxað.

Rabbarbari.

Hnoðið vel saman smjörlíki, sykri og hveiti. Setjið megnið af deiginu í form og þekið

með niðurskornum rabbarbara.

Setjið afganginn af deiginu ofan á og stráið kanilsykri yfir.

Bakið við 200°C þar til þetta er orðið fallega brúnt. Borðið með ís eða rjóma

Uppskrift sótt á:

http://www.feykir.is/archives/11894

Rabbabaraostakaka.

Rabbabaraostakaka.

Dálítið maus að búa til en vel þess virði.

Svampbotn:

1 dl egg ( 2-3 stk) 1 dl sykur, 1 dl hveiti, ½ tsk lyftiduft, Þeytt deig, bakað í

smurðu klemmuformi við 180 gráðu hita í ca 15-20 mín.

Rabbabarafylling:

500 gr rabbabari, 100 gr rifsberjahlaup, 100 gr sykur,

Skerið rabbabaran smátt, setjið rabbabara, rifsberjahlaup og sykur í pott og látið

sjóða undir loki í uþb 5 mín við vægan hita. Takið frá ½ dl af safananum fyrir

matarlímið í osrafyllinguna og 1 dl af safa sem nota skal í hlaupið. Setjið

rabbabaramaukið ofan á svampbotninn.

Ostafylling:

250 gr rjómaostur, 2 eggjarauður, 100 gr sykur, 1 tsk vanilludropar, 6

matarlímsblöð, ½ dl rabbabarasafi, 2 eggjahvítur, 1 ½ dl þeyttur rjómi,

Matrlímsblöðin lögð í bleyti í kalt vatn í nokkrar mínútur. Leysið þau síðan upp í

heitum rabbabarasafa og kælið örlítið. Þeytið saman rjómaost og eggjarauður,

bætið 50 gr af sykri saman við og vanilludropunum, Hellið uppleystu

matarlíminu saman við í samfelldri örmjórri bunu og hrærið vel en léttilega í á

meðan. Stífþeytið rjómann , Stífþeytið eggjahvíturnar með 50 gr af sykri og

blandið í ostahræruna og að lokum rjómann. Hellið ofan á rabbararamaukið í

smelluforminu. Kælið.

Hlaup.

1 dl rabbabarasafi, 3 matarlímsblöð

Velgið rabbabarasafan og bræðið matarlímsblöðin beint í honum( bleytið þau

aðeins fyrst) Kælið örlítið áður en því er hellt yfir kökuna.

Setjið kökuna inn í ísskáp og kælið amk 6 klst áður en hún er borin fram.

Uppskrift sótt á:

http://www.femin.is/lnthreads_read.asp?main_group_id=0&group_id=2&post_id=109551&page_no

=161&thread_id=15400&theme_id=3&ppid=&pt=&np=109553&nt=15400

Rabarbara- og eplamulningur

Rabarbara- og eplamulningur

Neðra lag:

4 stk epli

400 g rabarbarabitar

1/4 bolli sykur

3 msk púðursykur

1 msk kanill

2 msk sítrónusafi

1/2 tsk múskat nýrifið

Efra lag:

100 g smjör

4/5 bolli hveiti

1/4 bolli haframjöl

3 msk púðursykur

1 tsk kanill

1/2 tsk salt

125 g hnetur saxaðar

1/4 tsk vanilludropar

Hitið ofninn í 175°C.

Matreiðsla:

Afhýðið eplin og takið kjarnann úr þeim og skerið þau í bita.

Blandið saman öllu sem í neðra lagið á að fara.

Setjið í botninn á eldföstu móti.

Myljið saman smjör og hveiti.

Blandið saman öllum hráefnunum sem eftir eru og hnoðið þau með hröðum

handtökum saman við hveiti og smjörmulninginn, og dreifið yfir neðralagið.

Bakið neðarlega í ofninum í 45-50 mín.

Berið fram volgt með þeyttum rjóma og eða ís.

Uppskrift sótt á:

http://www.feykir.is/archives/11894

Rabbabaramauk með tómötum.

Rabbabaramauk með tómötum.

Innihald:

(stór uppskrift)

750 gr rabbabari,

250 gr tómatar,

800 gr sykur,

Matreiðsla

Rabbabarinn saxaður smátt, Tómatar afhýddir, það er gert með því að setja þá

smástund í sjóðandi vatn, þá losnar hýðið. Hitið í potti með sykrinum þar til

maukið er mátulega þykkt.Ef vill má hakka rabbabaran og tómatana.( gott með

kjöti)

Uppskrift sótt á:

http://www.femin.is/lnthreads_read.asp?main_group_id=0&group_id=2&post_id=109551&page_no

=161&thread_id=15400&theme_id=3&ppid=&pt=&np=109553&nt=15400