Rabarbarasalan í fullum gangi

Skálpur hefur nú þegar selt tæplega 400 kíló í aðeins tveim afgreiðslum. Salan á rabarbara hófst fyrir nokkrum árum hjá okkur og hefur IMG_0673vaxið hratt milli ára. Rabarbarinn okkar er tekin upp af ýmsum stöðum t.d á Flúðum, Selfossi og í Sandvíkurhrepp. Allur rabarbarinn er lífrænn enda vex hann vel sjálfur við íslenskar aðstæður.

Við afgreiðum pantanir eftir þörfum,  pöntun þarf minnst að vera 25 kg. til þess við förum sér ferð og tökum hann upp. Annars er pöntunum safnað saman til þess að ná 25 kg. eða meira. Allur rabarbari sem við afgreiðum er annaðhvort ný upptekinn (innan 2 daga) eða frosin. Möguleiki er að fá minni skammta af forsnum rabarbara sé hann til.

Kílóverðið á rabarbaranum er 600 kr. + 11% vsk eða alls 666 kr.

Pantanir þurfa að berast með minnst 24 klst. fyrirvara.

Við reiknum með að vera að afgreiða rabarbara fram undir lok ágúst (á meðan birgðir endast).

Hægt er að senda inn pöntun hér,  eða senda tölvupóst á sandvikurrofur@gmail.com

IMG_0648

19554415_10154058870517609_9047644471622502481_n