Rófufræsalan í fullum gangi!

Uppskeran 2018 var með eindæmum góð. Alls voru 322 frærófum plantað út og var uppskeran 20 kg af fræi. Meirihlutinn af uppskerunni er fyrsta flokks fræ. Allt fræið okkar kemur vel út í spíruprófum en er þó mælanlegur munur á að fyrsti flokkur er fljótsprottnari, betri spírun og harðgerðara ef það eru þurrt eða kalt. Þessa góðu uppskeru rekjum við meðal annars til þess að við settum upp nýjan viftubúnað í gróðurhúsin okkar sumarið 2017.

Við höfum ræktað fræið síðan 1970 og erum núna með tvö gróðurhús sem við notum í ræktunina. Á þessum tæpu 50 árum hefur þróast sterkt fræ og mikil reynsla. Fræið er ræktað af mikilli ást og umhyggju þar sem hver frærófa er gaumgæfilega valin og hugað vel að ræktuninni allt sumarið.

Verðið á fræjunum hjá okkur er eftirfarandi:

Fyrsti flokkur 99% spírun  – 75.000  kr kílóið + 24% vsk.

Annar flokkur 96-97% sprírun – 65.000 kr. kílóið + 24% vsk.

frærófumynd

Í smásölu er er annað verð. Við miðumst við að sala frá 50gr. upp í 150gr sé smásala.

Hvert gramm af

  • 1. flokk er á 140 kr
  • 2. flokk er á 120 kr
  • 3. flokkur á 100 kr
  • Eldra fræ á 80 kr.

Ekki er hægt að panta minna en 50 gr í einu.

Fyrir venjulega heimaræktun duga sirka 10 gr af fræi.

Verðin eru án vsk. sem er 24%

Þú getur pantað fræ með því að smella hér einnig getur þú sent tölvupóst á sandvikurrofur@gmail.com.