Ný uppskera komin í sölu

pabbi fær

Ný uppskera af rófufræi er komið í sölu. Uppskera var góð og spíruprófun sýndi eins og undanfarin ár nálægt 100% spírun.

Lengi vel var norska Yrkið Vige stærst á markaði en í dag kjósa lang flestir rófubændur að notað Sandvíkurfræið frekar. Sandvíkurfræið er einstakt íslenskt rófufræ og er reyndar eina íslenska fræið á markaði í dag samkvæmt Jóni Guðmundssyni, plöntulífeðlisfræðingi. Enginn annar á Íslandi er að rækta fræ til sölu svo hann viti til.

Jón talar einnig um að frærækt Sandvíkurrófu sé mikilvæg fyrir rófnaræktendur á Íslandi því ekkert sambærilegt yrki er til á markaði sem getur komið í stað hennar. Guðni Einarsson formaður félags rófubænda á Íslandi tekur einnig undir mikilvægi ræktunarinnar. Með ræktun Sandvíkurrófufræsins er Ísland algjörlega sjálfbært í gulrófuræktun. 

Sandvíkurrófufræ hefur verið ræktað á bænum í yfir 40 ár og hefur sýnt að það er harðgerðara, hentar vel íslenskri veðráttu og spírar almennt betur. Einnig þykir Sandvíkurrófan vera bragðbetri, safaríkari og sætari en aðrar rófur. Hannes Jóhannsson hefur kynbætt rófustofninn ár frá ári með góðum árangri. Nú hefur Fjóla Signý dóttir hans tekið við ræktuninni að mestu. 

Fræið er nú flokkað í þrjá flokka. Fyrsta flokk, annan flokk og eldra fræ. Allt fræið okkar kemur vel út í spíruprófum en er þó mælanlegur munur á að fyrsti flokkur er fljótsprottnara, spírar betur og er harðgerðara í þurrki.

Fyrsti flokkur 98% spírun  – 75.000 kr kílóið + 24% vsk.

Annar flokkur 97% spírun – 65.000 kr. kílóið + 24% vsk.

Eldra fræ 96% spírun – 55.000 kr.kílóið + 24% vsk.

Í smásölu er er annað verð. Við miðumst við að sala frá 50gr. upp í 150gr sé smásala.

Hvert gramm af:

  1. flokk er á 140 kr
  2. flokk er á 120 kr
  3. flokkur á 100 kr

Eldra fræ á 80 kr.

Ekki er hægt að panta minna en 50 gr í einu. 

Fyrir venjulega heimaræktun duga sirka 10.gr af fræi. Hægt er að versla rófufræið okkar í Garðheimum og öðrum verslunum sem eru með fræ sölu. 

Við sendum rófufræið frítt um allt land.

Hægt er að panta rófufræ hér eða senda tölvupóst á sandvikurrofur@gmail.com 

Ef þú vilt vita hvernig þú átt að rækta rófur getur þú skoðað leiðbeiningar hér 

Meðfylgjandi mynd er af Hannesi á sínum fyrstu árum í ræktuninni. Magnús Jóhannsson bróðir hans tók myndina. 

Seinni myndin er tekin af nýju uppskerunni.

rófufræ