Innlit í gróðurhúsið

Fréttamaðurinn Magnús Hlynur kíkti við hjá okkur þegar við vorum að planta út frærófunum í gróðurhúsið.

Magnús tók stutt viðtal við Fjólu og tók myndband af því hvernig við plöntum rófunum út.

Fréttina í heild sinni má sjá hér:

https://www.visir.is/g/20222258928d/fjola-signy-er-su-eina-sem-raektar-rofufrae-a-islandi

Ný þreskivél fyrir fræið

Við höfum fjárfest í nýrri þreskivél til að þreskja fræið okkar. Sandvíkurrófufræið fer í sölu lika fyrir helgi.
Nú getum við einnig boðið upp á þjónustu að þreskja smá fræ fyrir aðra sem vilja prufa sig áfram í frærækt á Íslandi 🙂
Sjá nánar á frétt á Sunnlenska.is
https://www.sunnlenska.is/frettir/eg-akvad-redda-thessu-bara-sjalf/?fbclid=IwAR14M1HfIBA-3P4HmDFyJVv9k3VnqNyRknkILurzW-K2mOLkScVOdygQ2EQ

Ný uppskera komin í sölu

pabbi fær

Ný uppskera af rófufræi er komið í sölu. Uppskera var góð og spíruprófun sýndi eins og undanfarin ár nálægt 100% spírun.

Lengi vel var norska Yrkið Vige stærst á markaði en í dag kjósa lang flestir rófubændur að notað Sandvíkurfræið frekar. Sandvíkurfræið er einstakt íslenskt rófufræ og er reyndar eina íslenska fræið á markaði í dag samkvæmt Jóni Guðmundssyni, plöntulífeðlisfræðingi. Enginn annar á Íslandi er að rækta fræ til sölu svo hann viti til.

Jón talar einnig um að frærækt Sandvíkurrófu sé mikilvæg fyrir rófnaræktendur á Íslandi því ekkert sambærilegt yrki er til á markaði sem getur komið í stað hennar. Guðni Einarsson formaður félags rófubænda á Íslandi tekur einnig undir mikilvægi ræktunarinnar. Með ræktun Sandvíkurrófufræsins er Ísland algjörlega sjálfbært í gulrófuræktun. 

Sandvíkurrófufræ hefur verið ræktað á bænum í yfir 40 ár og hefur sýnt að það er harðgerðara, hentar vel íslenskri veðráttu og spírar almennt betur. Einnig þykir Sandvíkurrófan vera bragðbetri, safaríkari og sætari en aðrar rófur. Hannes Jóhannsson hefur kynbætt rófustofninn ár frá ári með góðum árangri. Nú hefur Fjóla Signý dóttir hans tekið við ræktuninni að mestu. 

Fræið er nú flokkað í þrjá flokka. Fyrsta flokk, annan flokk og eldra fræ. Allt fræið okkar kemur vel út í spíruprófum en er þó mælanlegur munur á að fyrsti flokkur er fljótsprottnara, spírar betur og er harðgerðara í þurrki.

Fyrsti flokkur 98% spírun  – 75.000 kr kílóið + 24% vsk.

Annar flokkur 97% spírun – 65.000 kr. kílóið + 24% vsk.

Eldra fræ 96% spírun – 55.000 kr.kílóið + 24% vsk.

Í smásölu er er annað verð. Við miðumst við að sala frá 50gr. upp í 150gr sé smásala.

Hvert gramm af:

 1. flokk er á 140 kr
 2. flokk er á 120 kr
 3. flokkur á 100 kr

Eldra fræ á 80 kr.

Ekki er hægt að panta minna en 50 gr í einu. 

Fyrir venjulega heimaræktun duga sirka 10.gr af fræi. Hægt er að versla rófufræið okkar í Garðheimum og öðrum verslunum sem eru með fræ sölu. 

Við sendum rófufræið frítt um allt land.

Hægt er að panta rófufræ hér eða senda tölvupóst á sandvikurrofur@gmail.com 

Ef þú vilt vita hvernig þú átt að rækta rófur getur þú skoðað leiðbeiningar hér 

Meðfylgjandi mynd er af Hannesi á sínum fyrstu árum í ræktuninni. Magnús Jóhannsson bróðir hans tók myndina. 

Seinni myndin er tekin af nýju uppskerunni.

rófufræ

Áhugaverðar staðreyndir um rófur

Rófur eru allra meina bót.

Sandvíkur rófa
Sandvíkur rófa

Hér koma nokkrar áhugaverðar staðreyndir um rófur:

 • rík af C og B vítamínum, trefjum, steinefnum ofl.
 • minnkar líkur á sjúkdómum eins og krabbameini, sykursýki 2, hjartasjúkdómum, heilablóðfall, hægðartregðu, beinþynning,  sýkingum og alsheimer
 • minnka líkur/tíðni á mígreni
 • eykur mjólkurframleiðslu hjá konum með barn á brjósti
 • minnkar einkenni fyrirtíðarspennu
 • minnkar líkur á að verða sköllóttur
 • hægt er að borða rófuna hrá, steikta, bakaða, soðna, í súpu eðs á salat. Jafnvel kálblöðin á rófunni eru líka næringarík og hægt að borða.

Þessir punktar eru teknir úr bókinni The Miracle of VEGETABLES Eftir Dr. Bahram Tadayyon MNS, MD, Ph.D.

 

Rófufræsalan í fullum gangi!

Uppskeran 2018 var með eindæmum góð. Alls voru 322 frærófum plantað út og var uppskeran 20 kg af fræi. Meirihlutinn af uppskerunni er fyrsta flokks fræ. Allt fræið okkar kemur vel út í spíruprófum en er þó mælanlegur munur á að fyrsti flokkur er fljótsprottnari, betri spírun og harðgerðara ef það eru þurrt eða kalt. Þessa góðu uppskeru rekjum við meðal annars til þess að við settum upp nýjan viftubúnað í gróðurhúsin okkar sumarið 2017.

Við höfum ræktað fræið síðan 1970 og erum núna með tvö gróðurhús sem við notum í ræktunina. Á þessum tæpu 50 árum hefur þróast sterkt fræ og mikil reynsla. Fræið er ræktað af mikilli ást og umhyggju þar sem hver frærófa er gaumgæfilega valin og hugað vel að ræktuninni allt sumarið.

Verðið á fræjunum hjá okkur er eftirfarandi:

Fyrsti flokkur 99% spírun  – 75.000  kr kílóið + 24% vsk.

Annar flokkur 96-97% sprírun – 65.000 kr. kílóið + 24% vsk.

frærófumynd

Í smásölu er er annað verð. Við miðumst við að sala frá 50gr. upp í 150gr sé smásala.

Hvert gramm af

 • 1. flokk er á 140 kr
 • 2. flokk er á 120 kr
 • 3. flokkur á 100 kr
 • Eldra fræ á 80 kr.

Ekki er hægt að panta minna en 50 gr í einu.

Fyrir venjulega heimaræktun duga sirka 10 gr af fræi.

Verðin eru án vsk. sem er 24%

Þú getur pantað fræ með því að smella hér einnig getur þú sent tölvupóst á sandvikurrofur@gmail.com.

Rabarbarasalan í fullum gangi

Skálpur hefur nú þegar selt tæplega 400 kíló í aðeins tveim afgreiðslum. Salan á rabarbara hófst fyrir nokkrum árum hjá okkur og hefur IMG_0673vaxið hratt milli ára. Rabarbarinn okkar er tekin upp af ýmsum stöðum t.d á Flúðum, Selfossi og í Sandvíkurhrepp. Allur rabarbarinn er lífrænn enda vex hann vel sjálfur við íslenskar aðstæður.

Við afgreiðum pantanir eftir þörfum,  pöntun þarf minnst að vera 25 kg. til þess við förum sér ferð og tökum hann upp. Annars er pöntunum safnað saman til þess að ná 25 kg. eða meira. Allur rabarbari sem við afgreiðum er annaðhvort ný upptekinn (innan 2 daga) eða frosin. Möguleiki er að fá minni skammta af forsnum rabarbara sé hann til.

Kílóverðið á rabarbaranum er 600 kr. + 11% vsk eða alls 666 kr.

Pantanir þurfa að berast með minnst 24 klst. fyrirvara.

Við reiknum með að vera að afgreiða rabarbara fram undir lok ágúst (á meðan birgðir endast).

Hægt er að senda inn pöntun hér,  eða senda tölvupóst á sandvikurrofur@gmail.com

IMG_0648

19554415_10154058870517609_9047644471622502481_n

Uppskera 2017 af Sandvíkurrófufræinu er komið í sölu

Nú er rófufræið okkar komið úr þreskingu og spíruprófun og kom uppskeran í ár sérlega vel út. Heildar uppskeran var 21 kíló þetta árið.

Sandvíkurrófufræ
Sandvíkurrófufræ

Fræið er nú flokkað í þrjá flokka. Allt fræið okkar kemur vel út í spíruprófum en er þó mælanlegur munur á að fyrsti flokkur er fljótsprottnari, hefur betri spírun og er harðgerðara ef það er þurrt.

Fyrsti flokkur 99% spírun og þungt – 75.000  kr kílóið + 24% vsk.

Annar flokkur 98% sprírun, léttara – 65.000 kr. kílóið + 24% vsk.

Þriðji flokkur 94% spírun, stórt og létt – 55.000 kr kílóið + 24%  vsk.

Einnig seljum við eldra fræ í smærri flokki á 50 þúsund kílóið spírun mjög góð

Þú getur pantað fræ með því að smella hér einnig getur þú sent tölvupóst á sandvikurrofur@gmail.com eða hringt beint í Hannes í síma 892-9565

 

Sandvíkurrófur eru ómissandi á sprengidaginn!

Sprengidagurinn er í næstu viku. Við mælum að sjálfsögðu með að fólk hafi Sandvíkurrófur með saltkjötinupabbi_ad_merkja_rofur, enda einstaklega bragðgóðar og safaríkar rófur. Rófur eru ríkar af steinefnum og vítamínum (sér í lagi C og A vítamínum), eru trefjaríkar og hitaeiningasnauðar. Þær eru því fullkomið mótvægi við saltkjötið 🙂
Fyrr í vikunni fóru 1200 kg af Sandvíkurrófum með grænmetisbílnum til Reykjavíkur. Rófunum verður svo dreift í hinar ýmsu búðir á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að þekkja Sandvíkurrófurnar á límmiðanum, en þær eru merktar með númerinu 57.
Á Selfossi er hægt að nálgast Sandvíkurrófurnar í verslun Samkaupa (einnig þekkt sem Hornið). Svo er líka alltaf hægt að versla beint af bónda, með því að panta hér eða senda okkur tölvupóst á sandvikurrofur@gmail.com.
Klikkaðu hér til að sjá einfalda uppskrift að saltkjöt og baunum.
merkja_rofur

Rabarbara uppskriftir

Hér má nálgast uppskriftir sem innihalda rabarbara.

Ef þið viljið koma ykkar uppskrift (sem innihalda rabarbara)  hér inn sendið hana þá endilega á sandvikurrofur@gmail.com.

Einföld og fljótleg rabarbara kaka

Sykur- og glúteinlaus rababara og epla kaka

Kókoskaka.(gamaldags)

Rabbabarabaka

Rabbabarabláberjasulta

Rabbabaragrautur

Rabbabarakaka

Rabarbaramauk

Rabbabaramauk með tómötum.

Rabarbara- og eplamulningur

Rabbabaraostakaka.

Rabbarbarapæ með súkkulaði

Rabbabarasulta

Rabbabarapæ að hætti sælkerans

Syndsamlega góð rabarbarabaka

Rófu uppskriftir

Hér má nálgast uppskriftir sem innihalda gulrófur.

Bakaðar gulrófur og gulrætur

Bakaður saltfiskur

Eplasalat á rófubeði

Gulrófusalat

Gulrófutartar – Sigurlaug Margrét

Létt baunasúpa

Rófuborgari Sveinn Kjartansson

Æðislegur rófupizzubotn! (glútenlaus)

Rófur& ananas Helga Mogensen

Rófur með chili og engifer – Yasmine Olsson

Rófusalat Krúsku – Valentína Björsdóttir

Rófusúpa – Rúnar Marvinsson

Rófu taco Solla

Saltkjöt og baunir

 

Ef þið viljið koma ykkar uppskrift (sem inniheldur rófur)  hér inn sendið hana þá endilega á sandvikurrofur@gmail.com.

Eftirfarandi er tekið af síðunni islenskt.is.

Rófur

Geymsla
 
Rófur þarf að geyma í kæli. Besti geymsluhiti er 0-2°C. Rófum er hætt við að tapa vökva, því er best að sveipa þær plastfilmu eða geyma þær í lokuðum poka.
Notkun
 
Gulrófu má nýta á ýmsan hátt, bæði hráa og soðna. Hún er skorin í sneiðar eða teninga til að nota í súpur eða pottétti. Einnig er hún tilvalin til að rétta krökkum að narta í. Soðnar gulrófur eru bornar fram í sneiðum eða teningum sem meðlæti eða hafðar í rófustöppu með saltkjöti, saltfiski og sviðum, svo eitthvað sé nefnt. Þær eru líka góðar með lambasteik eða „roast beef“ – þykkar sneiðar eru penslaðar með feiti og látnar í fatið síðasta klukkutímann í steikingunni.
Hægt er að fríska upp á sneiðar af linum rófum með því að leggja þær í ísvatn í 30 mínútur. Eitthvað af vítamínum tapast þó við þetta.
Er hægt að fyrsta gulrófu?
 
Gulrófur eru fáanlegar allt árið, þannig að ekki verður séð að þörf sé á að frysta þær. Auk þess henta rófur ekki til frystingar eins og þær koma fyrir, en hægt er að frysta þær sem stöppu eða í teningum. Þó er nokkuð víst að árangurinn verður ekkert sérstakur, því þær verða vatnskenndar og bragðvondar eftir frystingu í samanburði við ferskar rófur.
Hvaða hluta er hægt að borða ?
 
Allt nema hýðið.