Rabbabarasulta

Rabbabarasulta.

Innihald:

1 kg rabbabari hreinsaður og þveginn, skorinn í litla bita

750 gr sykur ( sumir nota 1 kg)

Matreiðsla:

Soðið saman lengi, við vægan hita í allt að 6 klst ef þú vilt hafa hana mjög þykka,

hrærið í af og til, sumir bæta kanil í sultuna svona til bragðbætis en þess þarf

ekkert. Kælið aðeins áður en hellt er í hreinsaðar krukkur.

Uppskrift sótt á:

http://www.femin.is/lnthreads_read.asp?main_group_id=0&group_id=2&post_id=109551&page_no

=161&thread_id=15400&theme_id=3&ppid=&pt=&np=109553&nt=15400

Rabbarbarapæ með súkkulaði

Rabbarbarapæ með súkkulaði

Innihald:

200 gr. mjúkt smjörlíki

200 gr. sykur

200 gr. hveiti.

100 gr. suðusúkkulaði, saxað.

Rabbarbari.

Hnoðið vel saman smjörlíki, sykri og hveiti. Setjið megnið af deiginu í form og þekið

með niðurskornum rabbarbara.

Setjið afganginn af deiginu ofan á og stráið kanilsykri yfir.

Bakið við 200°C þar til þetta er orðið fallega brúnt. Borðið með ís eða rjóma

Uppskrift sótt á:

http://www.feykir.is/archives/11894

Rabbabaraostakaka.

Rabbabaraostakaka.

Dálítið maus að búa til en vel þess virði.

Svampbotn:

1 dl egg ( 2-3 stk) 1 dl sykur, 1 dl hveiti, ½ tsk lyftiduft, Þeytt deig, bakað í

smurðu klemmuformi við 180 gráðu hita í ca 15-20 mín.

Rabbabarafylling:

500 gr rabbabari, 100 gr rifsberjahlaup, 100 gr sykur,

Skerið rabbabaran smátt, setjið rabbabara, rifsberjahlaup og sykur í pott og látið

sjóða undir loki í uþb 5 mín við vægan hita. Takið frá ½ dl af safananum fyrir

matarlímið í osrafyllinguna og 1 dl af safa sem nota skal í hlaupið. Setjið

rabbabaramaukið ofan á svampbotninn.

Ostafylling:

250 gr rjómaostur, 2 eggjarauður, 100 gr sykur, 1 tsk vanilludropar, 6

matarlímsblöð, ½ dl rabbabarasafi, 2 eggjahvítur, 1 ½ dl þeyttur rjómi,

Matrlímsblöðin lögð í bleyti í kalt vatn í nokkrar mínútur. Leysið þau síðan upp í

heitum rabbabarasafa og kælið örlítið. Þeytið saman rjómaost og eggjarauður,

bætið 50 gr af sykri saman við og vanilludropunum, Hellið uppleystu

matarlíminu saman við í samfelldri örmjórri bunu og hrærið vel en léttilega í á

meðan. Stífþeytið rjómann , Stífþeytið eggjahvíturnar með 50 gr af sykri og

blandið í ostahræruna og að lokum rjómann. Hellið ofan á rabbararamaukið í

smelluforminu. Kælið.

Hlaup.

1 dl rabbabarasafi, 3 matarlímsblöð

Velgið rabbabarasafan og bræðið matarlímsblöðin beint í honum( bleytið þau

aðeins fyrst) Kælið örlítið áður en því er hellt yfir kökuna.

Setjið kökuna inn í ísskáp og kælið amk 6 klst áður en hún er borin fram.

Uppskrift sótt á:

http://www.femin.is/lnthreads_read.asp?main_group_id=0&group_id=2&post_id=109551&page_no

=161&thread_id=15400&theme_id=3&ppid=&pt=&np=109553&nt=15400

Rabarbara- og eplamulningur

Rabarbara- og eplamulningur

Neðra lag:

4 stk epli

400 g rabarbarabitar

1/4 bolli sykur

3 msk púðursykur

1 msk kanill

2 msk sítrónusafi

1/2 tsk múskat nýrifið

Efra lag:

100 g smjör

4/5 bolli hveiti

1/4 bolli haframjöl

3 msk púðursykur

1 tsk kanill

1/2 tsk salt

125 g hnetur saxaðar

1/4 tsk vanilludropar

Hitið ofninn í 175°C.

Matreiðsla:

Afhýðið eplin og takið kjarnann úr þeim og skerið þau í bita.

Blandið saman öllu sem í neðra lagið á að fara.

Setjið í botninn á eldföstu móti.

Myljið saman smjör og hveiti.

Blandið saman öllum hráefnunum sem eftir eru og hnoðið þau með hröðum

handtökum saman við hveiti og smjörmulninginn, og dreifið yfir neðralagið.

Bakið neðarlega í ofninum í 45-50 mín.

Berið fram volgt með þeyttum rjóma og eða ís.

Uppskrift sótt á:

http://www.feykir.is/archives/11894

Rabbabaramauk með tómötum.

Rabbabaramauk með tómötum.

Innihald:

(stór uppskrift)

750 gr rabbabari,

250 gr tómatar,

800 gr sykur,

Matreiðsla

Rabbabarinn saxaður smátt, Tómatar afhýddir, það er gert með því að setja þá

smástund í sjóðandi vatn, þá losnar hýðið. Hitið í potti með sykrinum þar til

maukið er mátulega þykkt.Ef vill má hakka rabbabaran og tómatana.( gott með

kjöti)

Uppskrift sótt á:

http://www.femin.is/lnthreads_read.asp?main_group_id=0&group_id=2&post_id=109551&page_no

=161&thread_id=15400&theme_id=3&ppid=&pt=&np=109553&nt=15400

Rabarbaramauk

Rabarbaramauk

Frábært rabbabaramauk.( stór uppskrift, auðvelt að helminga)

Innihald:

1 kg rabbabari,

200 gr laukur,

600 gr púðursykur,

200 gr rúsínur,

500 ml edik,

12 gr sinnepsduft eða fræ,

1 tsk allrahanda krydd,

1 tsk pipar,

1 tsk engifer,

1 tsk salt, smá ceyennepipar.

Matreiðsla:

Þvoið rabbabarann og skerið smátt. Sett í pott með öllum hinum hráefnunum og

soðið við vægan hita í eina klukkustund. Sett á krukkur. Geymist vel og gott með

öllum mat.)

Uppskrift sótt á:

http://www.femin.is/lnthreads_read.asp?main_group_id=0&group_id=2&post_id=109551&page_no

=161&thread_id=15400&theme_id=3&ppid=&pt=&np=109553&nt=15400

Rabbabarakaka

Rabbabarakaka

Innihald:

¾ bolli púðursykur,

1 dl matarolía ,

1 lítið egg

1 dl súrmjólk,

1/2 tsk salt,

½ tsk natron,

½ tsk vanilludropar,

3 dl hveiti,

1-2 bollar smátt skorinn rabbabari

Matreiðsla:

Öllu nema rabbabara hrært saman, honum er blandað saman við síðast. Sett í vel

smurt jólakökuform. Blöndu úr 1 msk smjörlíki og ½ dl af sykri stráð yfir deigið í

forminu. Bakað neðarlega í ofninun við 175 gráðu hita í ca eina klukkustund.

Kakan er best volg.

Uppskrift tekin af:

http://www.femin.is/lnthreads_read.asp?main_group_id=0&group_id=2&post_id=109551&page_no

=161&thread_id=15400&theme_id=3&ppid=&pt=&np=109553&nt=15400

Rabbabaragrautur

Rabbabaragrautur

Innihald:

200 gr rabbabari brytjaður smátt,

½ l vatn,

1 dl sykur.

Til að jafna með 3 msk kartöflumjöl,

1 dl kalt vatn,

Matreiðsla:

Sjóðið rabbabaran í vatninu þar til rabbabarinn er kominn í mauk, sykrið og

jafnið með kartöflumjöli og köldu vatni.

Sumir vilja setja rauðan matarlit í grautinn og er það þá gert áður en hann er

jafnaður.

Uppskrift sótt á:

http://www.femin.is/lnthreads_read.asp?main_group_id=0&group_id=2&post_id=109551&page_no

=161&thread_id=15400&theme_id=3&ppid=&pt=&np=109553&nt=15400

Rabbabarabláberjasulta

Rabbabarabláberjasulta

Innihald:

500 gr rabbabari,

500 gr bláber

500 gr sykur ( eða meira, fer eftir hversu súr rabbabarinn er)

Matreiðsla:

Soðið saman , þar til passlega þykkt. Kælt aðeins og hellt á krukkur.

Eins er hægt að gera við krækiber, sjóða til helminga á móti rabbabara.

Uppskrift sótt á:

http://www.femin.is/lnthreads_read.asp?main_group_id=0&group_id=2&post_id=109551&page_no

=161&thread_id=15400&theme_id=3&ppid=&pt=&np=109553&nt=15400

Rabbabarabaka

Rabbabarabaka.

Innihald:

400 gr rabbabari,

½ dl hveiti,

2egg,

2 ½ dl sykur,

1 ¾ dl hveiti,

1 ½ dl púðursykur,

50 gr smjör

Matreiðsla:

Þvoið rabbabaran vel og skerið niður í ca 2 cm langa bita. Blandið saman

rababbara og ½ dl af hveiti, sykri og eggjum. Setjið í smurt eldfast mót ca 24 cm í

þvermál,. Myljið saman púðursykur, hveiti og smjör og dreifið yfir

rabbabarafyllinguna. Bakið í uþb 45 mín við 200 gráðu hita. Best volgt með

rjóma eða ís.

Uppskrift sótt á:

http://www.femin.is/lnthreads_read.asp?main_group_id=0&group_id=2&post_id=109551&page_no

=161&thread_id=15400&theme_id=3&ppid=&pt=&np=109553&nt=15400