Létt baunasúpa

Létt baunasúpa

Fituminni útgáfa með minna kjöti en þó ekki síður bragðmikil og góð.

300 g gular baunir

2 l vatn

75 g magurt beikon

1 blaðlaukur (hvíti og ljósgræni hlutinn)

1 sellerístöngull

1 tsk. tímían

2 lárviðarlauf

nýmalaður pipar

750 g saltkjöt

500 g gulrófur

500 g gulrætur

hnefafylli af spínati (má sleppa)

Setjið baunirnar í pott og hellið köldu vatni yfir. Hitið að suðu og fleytið froðu

ofan af. Skerið beikon, blaðlauk og sellerí í fremur litla bita og setjið út í,

ásamt tímíani, lárviðarlaufi og pipar. Látið malla við fremur hægan hita í u.þ.b.

klukkustund. Fitu- og beinhreinsið kjötið, skerið það í fremur litla bita og setjið

út í. Látið malla áfram í 25 mínútur. Afhýðið gulrófur og gulrætur, skerið í bita

og setjið út í. Sjóðið áfram í um 25 mínútur, eða þar til kjötið og grænmetið er

meyrt. Bætið við svolitlu vatni ef súpan er mjög þykk en hækkið hitann, takið

lokið af pottinum og látið súpuna sjóða dálítið niður ef hún er of þunn. Skerið

að lokum spínatið í ræmur (ef það er notað), hrærið saman við og berið

súpuna fram.

Uppskrift sótt á:

http://saelkeraklubbur-ingunnar.blogcentral.is/blog/2010/2/16/saltkjot- og-baunir- tukallfekk-

thessa-uppskrift- og-frodleikmola- lanada/

Gulrófusalat

Gulrófusalat

Lýsing

Einfalt að búa til og gott með t.d. steiktum fiski eða fiski- og kjötbollum.

Hráefni

1 gulrófa, frekar stór

1 msk ljósar rúsínur

1 msk þurrkuð trönuber, má sleppa

2 msk ferskur appelsínu- eða súraldinsafi (lime)

1 tsk hrásykur, ef villl

Leiðbeiningar

Gulrófan afhýdd og rifin frekar smátt. Sett í skál og þurrkuðu ávöxtunum blandað

saman við.

Ávaxtasafanum dreift yfir og öllu hrært lauslega saman.

Í þetta salat er gott að blanda eplabitum, ca 1/2 epli

…………

Salat fyrir 4

Uppskrift tekin frá:

http://www.leidbeiningastod.is/component/option,com_rapidrecipe/page,view

recipe/recipe_id,130/Itemid,42/

Eplasalat á rófubeði

Eplasalat á rófubeði

Innihald:

1stk. gulrófa

4 stk. Gulrætur

1 stk. Epli

1 ds sýrður rjómi (10%)

Matreiðsla:

Hreinsið og rífið gulrófu, gulrætur og epli út í sýrða rjómann. Hellið sósunni yfir eða

berið fram sér

Salatið er fyrir 4

Uppskrift sótt á:

http://www.ostur.is/uppskriftir/Sal%C3%B6t%20og%20me%C3%B0l%C3%A6ti/208/default.asp

x

Bakaður saltfiskur

Bakaður saltfiskur

Hráefni

 800 g úrvals saltfiskur,

 útvatnaður

 100 g smjör

 lítið búnt steinselja

 2–4 stk. hvítlauksgeirar

 hvítur pipar úr kvörn

Meðlæti

 1 stk. gulrófa

 1 dl vatn

 2 msk. smjör

 4–6 stk. kartöflur

 2–3 stk. laukar

 2–3 msk. ólífuolía

 salt og pipar úr kvörn

Aðferð

Bræðið smjörið á pönnu. Afhýðið hvítlauksgeirana, hakkið með steinselju í lítilli

matvinnsluvél og setjið saman við smjörið. Skerið saltfiskinn í fjóra jafna bita og

veltið þeim síðan upp úr hvítlaukssmjörinu. Kryddið með hvítum pipar úr kvörn og

bakið við 160°C í 10–12 mín., eftir þykkt, eða þar til fiskurinn er eldaður.

Meðlæti

Afhýðið gulrófuna og skerið í fingurlanga bita. Setjið smjör og vatn í pott, saltið

aðeins og látið suðuna koma upp. Sjóðið rófubitana í 5–7 mín. eða þar til þeir eru

orðnir meyrir. Flysjið kartöflurnar og skerið í litla teninga. Afhýðið lauka og skerið

smátt, í teninga. Steikið kartöflur og lauk upp úr smá ólífuolíu, við vægan hita, þar til

hvort tveggja er orðið gullinbrúnt og eldað. Kryddið að lokum með salti og pipar.

Uppskrift sótt á:

http://www.mbl.is/mm/folk/uppskriftir/index.html?sub=view_recipe;rec_id=697

Bakaðar gulrófur og gulrætur

Bakaðar gulrófur og gulrætur

500 g gulrófur, afhýddar og skornar í mjóar ræmur, 500 g gulrætur, afhýddar og

skornar í mjóar ræmur, 1 dl eplasafi, 2 msk þunnt hunang, 1 msk rifinn engifer

Ofninn hitaður í 175 gráður. Gulrófum og gulrótum blandað saman og hellt í

smurt, eldfast fat. Eplasafi, hunang og engifer hrært saman og hellt yfir. Bakað án

loks í um 1 klst og hrært öðru hverju. Borið fram með ýmsum kjötréttum.

Uppskrift sótt á:

http://snara.is/vefbaekur/g.aspx?dbid=12&action=search&sw=Baka%C3%B0ar+gulr%C3%B3fur+

og+gulr%C3%A6tur&r=0