Rabbabaraostakaka.
Dálítið maus að búa til en vel þess virði.
Svampbotn:
1 dl egg ( 2-3 stk) 1 dl sykur, 1 dl hveiti, ½ tsk lyftiduft, Þeytt deig, bakað í
smurðu klemmuformi við 180 gráðu hita í ca 15-20 mín.
Rabbabarafylling:
500 gr rabbabari, 100 gr rifsberjahlaup, 100 gr sykur,
Skerið rabbabaran smátt, setjið rabbabara, rifsberjahlaup og sykur í pott og látið
sjóða undir loki í uþb 5 mín við vægan hita. Takið frá ½ dl af safananum fyrir
matarlímið í osrafyllinguna og 1 dl af safa sem nota skal í hlaupið. Setjið
rabbabaramaukið ofan á svampbotninn.
Ostafylling:
250 gr rjómaostur, 2 eggjarauður, 100 gr sykur, 1 tsk vanilludropar, 6
matarlímsblöð, ½ dl rabbabarasafi, 2 eggjahvítur, 1 ½ dl þeyttur rjómi,
Matrlímsblöðin lögð í bleyti í kalt vatn í nokkrar mínútur. Leysið þau síðan upp í
heitum rabbabarasafa og kælið örlítið. Þeytið saman rjómaost og eggjarauður,
bætið 50 gr af sykri saman við og vanilludropunum, Hellið uppleystu
matarlíminu saman við í samfelldri örmjórri bunu og hrærið vel en léttilega í á
meðan. Stífþeytið rjómann , Stífþeytið eggjahvíturnar með 50 gr af sykri og
blandið í ostahræruna og að lokum rjómann. Hellið ofan á rabbararamaukið í
smelluforminu. Kælið.
Hlaup.
1 dl rabbabarasafi, 3 matarlímsblöð
Velgið rabbabarasafan og bræðið matarlímsblöðin beint í honum( bleytið þau
aðeins fyrst) Kælið örlítið áður en því er hellt yfir kökuna.
Setjið kökuna inn í ísskáp og kælið amk 6 klst áður en hún er borin fram.
Uppskrift sótt á:
http://www.femin.is/lnthreads_read.asp?main_group_id=0&group_id=2&post_id=109551&page_no
=161&thread_id=15400&theme_id=3&ppid=&pt=&np=109553&nt=15400