Rófu uppskriftir

Hér má nálgast uppskriftir sem innihalda gulrófur.

Bakaðar gulrófur og gulrætur

Bakaður saltfiskur

Eplasalat á rófubeði

Gulrófusalat

Gulrófutartar – Sigurlaug Margrét

Létt baunasúpa

Rófuborgari Sveinn Kjartansson

Æðislegur rófupizzubotn! (glútenlaus)

Rófur& ananas Helga Mogensen

Rófur með chili og engifer – Yasmine Olsson

Rófusalat Krúsku – Valentína Björsdóttir

Rófusúpa – Rúnar Marvinsson

Rófu taco Solla

Saltkjöt og baunir

 

Ef þið viljið koma ykkar uppskrift (sem inniheldur rófur)  hér inn sendið hana þá endilega á sandvikurrofur@gmail.com.

Eftirfarandi er tekið af síðunni islenskt.is.

Rófur

Geymsla
 
Rófur þarf að geyma í kæli. Besti geymsluhiti er 0-2°C. Rófum er hætt við að tapa vökva, því er best að sveipa þær plastfilmu eða geyma þær í lokuðum poka.
Notkun
 
Gulrófu má nýta á ýmsan hátt, bæði hráa og soðna. Hún er skorin í sneiðar eða teninga til að nota í súpur eða pottétti. Einnig er hún tilvalin til að rétta krökkum að narta í. Soðnar gulrófur eru bornar fram í sneiðum eða teningum sem meðlæti eða hafðar í rófustöppu með saltkjöti, saltfiski og sviðum, svo eitthvað sé nefnt. Þær eru líka góðar með lambasteik eða „roast beef“ – þykkar sneiðar eru penslaðar með feiti og látnar í fatið síðasta klukkutímann í steikingunni.
Hægt er að fríska upp á sneiðar af linum rófum með því að leggja þær í ísvatn í 30 mínútur. Eitthvað af vítamínum tapast þó við þetta.
Er hægt að fyrsta gulrófu?
 
Gulrófur eru fáanlegar allt árið, þannig að ekki verður séð að þörf sé á að frysta þær. Auk þess henta rófur ekki til frystingar eins og þær koma fyrir, en hægt er að frysta þær sem stöppu eða í teningum. Þó er nokkuð víst að árangurinn verður ekkert sérstakur, því þær verða vatnskenndar og bragðvondar eftir frystingu í samanburði við ferskar rófur.
Hvaða hluta er hægt að borða ?
 
Allt nema hýðið.

Saltkjöt og baunir

Saltkjöt og baunir

Flestir halda að það þurfi að leggja baunirnar í bleyti, jafnvel sólarhring áður

en sjóða á súpuna, en það er óþarfi. Það er hægt að setja þær beint í pottinn.

250 g gular baunir

2 l vatn

1 laukur, saxaður

2 tsk timjan, þurrkað

1,2 kg saltkjöt

500 g gulrófur, afhýddar og skornar í bita

500 g kartöflur, afhýddar og skornar í bita

250 g gulrætur, skafnar og skornar í bita

nýmalaður pipar, ef vill

Baunirnar settar í pott með vatni, timjan og lauk og hitað að suðu. Látið malla

undir loki í um 45 mínútur. Þá eru einn eða tveir kjötbitar settir út í en hinir

soðnir sér í potti. Látið sjóða áfram í um hálftíma. Þegar líður á suðutímann er

rétt að líta á baunirnar öðru hverju, hræra og athuga hvort bæta þarf við vatni.

Grænmetið sett út í og soðið í 20-30 mínútur í viðbót, eða þar til allt er meyrt.

Smakkað og e.t.v. kryddað með pipar og salti.

Einnig má sjóða allt kjötið sér en þá þarf að salta baunirnar, eða sjóða það allt

í súpunni en þá gæti hún orðið of sölt. Líka má sjóða kjötið allt sér en sjóða

þess í stað vænan bita af beikoni eða söltuðu svínafleski í súpunni til

bragðbætis.

Uppskrift sótt á:

http://saelkeraklubbur-ingunnar.blogcentral.is/blog/2010/2/16/saltkjot- og-baunir- tukallfekk-

thessa-uppskrift- og-frodleikmola- lanada/

Æðislegur rófupizzubotn! (glútenlaus)

Það var ákveðið að við á heimilinu myndum ekki borða brauð í janúarmánuði. Markmiðið var að finna eitthvað annað en brauð. Maður borðar oft meira brauð en mann grunar svo finnst manni eins og það sé erfitt að finna eitthvað í staðinn. Maður miklar þetta oft á tíðum fyrir sér og ég hvet alla til að prófa að sleppa t.d. brauði eða sykri í einhvern tíma. Þetta var minna mál en ég hélt en vissulega fékk ég mikla löngun í brauð eins og t.d í pizzu. Ég elska pizzu!

Loksins varð úr því að prófa að gera einhvern öðruvísi og glútenlausan pizzubotn. Ég prófaði mismunandi gerðir og breytti uppskriftum eftir mínu höfði. Núna er ég komin með tvo botna sem mér þykja bestir. Við erum að tala um það góðan að ég get ekki hætt að borða þó ég sé södd! og að allir sem hafa smakkað þennan botn elska hann.Screen Shot 2017-02-05 at 12.31.41

Kostirnir við þennan botn að mínu mati eru

 • Hollur
 • Glútenlaus
 • Sykurlaus
 • Næringarríkur
 • Hrikalega bragðgóður
 • Þéttur í sér svo það er hægt að halda á pizzusneiðinni (ekki of þunnur eða molnar)

Innihaldið er:

  • 1 lítil Sandvíkurrófa rifin niður og safinn kreistur úr (eftir að það var búið að kreista safann úr vóg það 142gr. hjá mér)
  • 1/2 Bolli H-Berg chia fræ
  • 1/2 Bolli H-berg möndlur
  • 1/2 Bolli haframjöl
  • 1-2 msk af oregano krydd
  • 1/3 Bolli rifinn parmesan ostur
  • 3 hvítlauksrif
  • 3 msk olía
  • 3 dl. rifin ostur
  • 1 egg
  • 2 tsk. hvítlaukssalt
   Aðferð
   3 kúfullar msk. maísmjöl
 
1) Hita ofninn í 180°C með blæstri
2) Setja Chia fræin, möndlurnar, haframjölið og oregano saman í blandara/matvinnsluvél og maukið saman.
3) Flysja rófuna, rífa hana niður og að lokum kreista allan safann úr.
4) Blanda saman rófunni (sem er búið að kreista) og maukinu úr blandaranum
5) Bæta restinni við og hræra svo þetta blandist vel saman

6)  Setja blönduna á bökunarplötu með smjörpappír og hnoða þetta enn betur saman og að lokum pressa það niður og dreifa úr því. Þessi uppskrift fyllir heila plötu með ca. 1 cm botni. Ég notaði bara hendurnar til að pressa og dreifa úr.
Það væri hægt að leggja smjörpappír ofan á og fletja það þannig út með höndum eða kökukefli.

7) Baka í 15 mín, taka botninn út og snúa honum við (sjá mynd fyrir neðan). Leggur smjör pappír ofan á og bökunarplötu og snýrð við. Bakar í 5 mín til viðbótar.
8) Setur allt uppáhalds áleggið þitt á pizzuna og bakar í 10 mín til viðbótar.
og verði þér að góðu…. njóttu! 

Létt baunasúpa

Létt baunasúpa

Fituminni útgáfa með minna kjöti en þó ekki síður bragðmikil og góð.

300 g gular baunir

2 l vatn

75 g magurt beikon

1 blaðlaukur (hvíti og ljósgræni hlutinn)

1 sellerístöngull

1 tsk. tímían

2 lárviðarlauf

nýmalaður pipar

750 g saltkjöt

500 g gulrófur

500 g gulrætur

hnefafylli af spínati (má sleppa)

Setjið baunirnar í pott og hellið köldu vatni yfir. Hitið að suðu og fleytið froðu

ofan af. Skerið beikon, blaðlauk og sellerí í fremur litla bita og setjið út í,

ásamt tímíani, lárviðarlaufi og pipar. Látið malla við fremur hægan hita í u.þ.b.

klukkustund. Fitu- og beinhreinsið kjötið, skerið það í fremur litla bita og setjið

út í. Látið malla áfram í 25 mínútur. Afhýðið gulrófur og gulrætur, skerið í bita

og setjið út í. Sjóðið áfram í um 25 mínútur, eða þar til kjötið og grænmetið er

meyrt. Bætið við svolitlu vatni ef súpan er mjög þykk en hækkið hitann, takið

lokið af pottinum og látið súpuna sjóða dálítið niður ef hún er of þunn. Skerið

að lokum spínatið í ræmur (ef það er notað), hrærið saman við og berið

súpuna fram.

Uppskrift sótt á:

http://saelkeraklubbur-ingunnar.blogcentral.is/blog/2010/2/16/saltkjot- og-baunir- tukallfekk-

thessa-uppskrift- og-frodleikmola- lanada/