Gulrófusalat

Gulrófusalat

Lýsing

Einfalt að búa til og gott með t.d. steiktum fiski eða fiski- og kjötbollum.

Hráefni

1 gulrófa, frekar stór

1 msk ljósar rúsínur

1 msk þurrkuð trönuber, má sleppa

2 msk ferskur appelsínu- eða súraldinsafi (lime)

1 tsk hrásykur, ef villl

Leiðbeiningar

Gulrófan afhýdd og rifin frekar smátt. Sett í skál og þurrkuðu ávöxtunum blandað

saman við.

Ávaxtasafanum dreift yfir og öllu hrært lauslega saman.

Í þetta salat er gott að blanda eplabitum, ca 1/2 epli

…………

Salat fyrir 4

Uppskrift tekin frá:

http://www.leidbeiningastod.is/component/option,com_rapidrecipe/page,view

recipe/recipe_id,130/Itemid,42/

Eplasalat á rófubeði

Eplasalat á rófubeði

Innihald:

1stk. gulrófa

4 stk. Gulrætur

1 stk. Epli

1 ds sýrður rjómi (10%)

Matreiðsla:

Hreinsið og rífið gulrófu, gulrætur og epli út í sýrða rjómann. Hellið sósunni yfir eða

berið fram sér

Salatið er fyrir 4

Uppskrift sótt á:

http://www.ostur.is/uppskriftir/Sal%C3%B6t%20og%20me%C3%B0l%C3%A6ti/208/default.asp

x

Bakaður saltfiskur

Bakaður saltfiskur

Hráefni

 800 g úrvals saltfiskur,

 útvatnaður

 100 g smjör

 lítið búnt steinselja

 2–4 stk. hvítlauksgeirar

 hvítur pipar úr kvörn

Meðlæti

 1 stk. gulrófa

 1 dl vatn

 2 msk. smjör

 4–6 stk. kartöflur

 2–3 stk. laukar

 2–3 msk. ólífuolía

 salt og pipar úr kvörn

Aðferð

Bræðið smjörið á pönnu. Afhýðið hvítlauksgeirana, hakkið með steinselju í lítilli

matvinnsluvél og setjið saman við smjörið. Skerið saltfiskinn í fjóra jafna bita og

veltið þeim síðan upp úr hvítlaukssmjörinu. Kryddið með hvítum pipar úr kvörn og

bakið við 160°C í 10–12 mín., eftir þykkt, eða þar til fiskurinn er eldaður.

Meðlæti

Afhýðið gulrófuna og skerið í fingurlanga bita. Setjið smjör og vatn í pott, saltið

aðeins og látið suðuna koma upp. Sjóðið rófubitana í 5–7 mín. eða þar til þeir eru

orðnir meyrir. Flysjið kartöflurnar og skerið í litla teninga. Afhýðið lauka og skerið

smátt, í teninga. Steikið kartöflur og lauk upp úr smá ólífuolíu, við vægan hita, þar til

hvort tveggja er orðið gullinbrúnt og eldað. Kryddið að lokum með salti og pipar.

Uppskrift sótt á:

http://www.mbl.is/mm/folk/uppskriftir/index.html?sub=view_recipe;rec_id=697

Bakaðar gulrófur og gulrætur

Bakaðar gulrófur og gulrætur

500 g gulrófur, afhýddar og skornar í mjóar ræmur, 500 g gulrætur, afhýddar og

skornar í mjóar ræmur, 1 dl eplasafi, 2 msk þunnt hunang, 1 msk rifinn engifer

Ofninn hitaður í 175 gráður. Gulrófum og gulrótum blandað saman og hellt í

smurt, eldfast fat. Eplasafi, hunang og engifer hrært saman og hellt yfir. Bakað án

loks í um 1 klst og hrært öðru hverju. Borið fram með ýmsum kjötréttum.

Uppskrift sótt á:

http://snara.is/vefbaekur/g.aspx?dbid=12&action=search&sw=Baka%C3%B0ar+gulr%C3%B3fur+

og+gulr%C3%A6tur&r=0