Ný uppskera af rófufræi komið í sölu

rofufraeSala á nýrri uppskeru af rófufræi er hafin. Uppskeran er frá 2014 og er nú komið úr þreskjun. Uppskeran var góð og fengum við alls 12 kíló af stærri flokknum og 7 kíló af smærri. Við eigum enn aðeins eftir af eldra fræi en í fyrra seldist nánast allt upp. Öll fræin okkar komu vel út úr spíruprófum og má sjá meðfylgjandi mynd af einni prófun.

Verðin á fræjunum eru eftirfarandi ef verslað er 100 gr. eða meira:

Nýtt stærra fræ er á 65 þúsund kílóið.

Nýtt smærra fræ er á 55 þúsund kílóið.

Einnig seljum við eldra fræ frá 2011 og 2012 í smærri flokk á 50 þúsund kílóið.

Í smásölu er annað verð. Við miðumst við að sala frá 10gr. upp í 100gr sé smásala. Hvert gramm af smáa fræinu er á 100 kr og af stærri flokknum á 120kr.  Fyrir venjulega heimaræktun duga sirka 10.gr af fræi og kostar þá 1.000kr smærra fræið og stærra fræið á  1200kr.

Verðin eru án vsk. sem er 24%  
Við sendum rófufræ frítt um allt land.
Þú getur pantað fræ með því að smella hér einnig getur þú sent tölvupóst á sandvikurrofur@gmail.com.