Hvernig ræktar maður rófur?

Hvernig ræktar maður rófur?
Hér koma helstu fyrirspurnir um hvernig rækta eigi rófur. Frekari fyrirspurnir má senda á fjolasigny@gmail.com

Í hvernig jarðveg er best að rækta rófur í?
– í sandblandaðri mold. Það er líka hægt að rækta í sandi eða mold.

Á maður að bera eitthvað á beðið fyrir sáningu?
– Það getur verið gott að bera skít eða bór  ásamt áburði (blákorn) í jarðveginn áður er sáð er. Skíturinn og/eða bórinn gerir það að verkum að þú færð bragðbetri rófur og blákornið til að fá hraðari og betri vöxt.

Hvernig setur maður fræin niður?
– í heimaræktun er hægt að gera það með höndunum (ca. 10-15gr) en þegar það er farið að setja niður í meira magni er betra að notast við einhver áhöld, t.d hjól sem maður ýtir á undan sér eða stærri vél sem sett er aftan í traktor. Þessi áhöld ættu að fást hjá Samhentir, Garðheimum og gróðurvörum eða öðrum slíkum verslunum.

Hvað á að vera langt á milli fræjanna?
-miðast er við að hafa 10-15 cm á milli fræja, ef tvö fræ fara saman þá er það allt í lagi

Skiptir máli hvernig veður er þegar fræjunum er sáð?
-Það er betra að eiga við sáninguna ef það er þurrt. Gott er að sá á undan rigningu eða þá vökva blettinn eftir að búið er að sá. Einnig er gott að vökva beðið ef miklir þurrkar eru, saman best grasbletti og annan gróður.

Hvernig veit ég ef fræið sem ég á orðið of gamalt sem ég á?
– Hægt er að eiga og nota fræið svo lengi sem það spírar, hægt er að gera einfalt próf með því að setja nokkur fræ í mjög blautan bómul og blautt dagblað yfir. Það ætti að lifna við eftir sirka 3 sólahringa, þá ætti að byrja koma lítil græn spíra. Þó að öllu jöfnu er hægt að nota 3 ára fræ og upp í 5 ára.

Hvenær er maður að sá fræ niður og taka upp rófur?
-miðað við íslenska veðráttu þá er yfirleitt verið að sá frá byrjun maí og fram í byrjun júní. Rófurnar eru síðan teknar upp frá ágúst og fram í september. Þetta getur verið misjafnt eftir því hvernig veðráttan er yfir sumarið.

Þarf maður að taka upp allar rófurnar í einu?
-Nei, ekki frekar en maður vill. Það er fínt að grisja rófurnar, taka upp rófur hér og þar í beðinu. Til dæmis taka upp þær rófur sem eru stærri en hinar.

Þarf maður að eitra fyrir einhverju?
– Já, fyrir kálflugu eða nota sérstakan kálflugudúk. Hægt er að nálgast minni skammta í apótekum og nákvæmar leiðbeiningar fylgja hverju eitri. Flest öll eitur í dag eru fljótandi sem blandað er saman við vatn og úðað yfir. Yfirleitt þarf að úða tvisvar sinnum. Til eru eitur í apótekum sem heita annarsvegar Permasect 25EC og Permasect C. Seinna eitrið er breiðvirkara.
Oft hefur verið eitrað eftir 1 til 1 1/2 mán eftir að fræið er sett niður og svo aftur þrem vikum seinna.
Plantan tekur ekki upp eitrið og það er ekki hættulegt fuglum og spendýrum, mælt er þó með því að þvo sér um hendur eftir að hafa meðhöndlað eitrið.

Einnig er hægt að nota kálflugu dúk (ekki sama og akríl dúkur). Dúkurinn þarf að vera yfir rófunum frá júní fram í miðjan ágúst. Það er of heitt að nota akríldúk og gerir ekki það sama og kálfflugu dúkur. Kálfflugu dúkur endist í mörg ár. Passa þarf að það sé ekkert gat á dúknum og hvernig opið á köntum.

Hvað er kálfluga og hvað gerir hún?
– kálfluga er fluga sem er um alla Evrópu og er mest um hana á Íslandi í júní og júlí. Hennar verðu vart fyrr ef mikil hlýindi hafa verið í apríl og maí. Flugan sest á kálblöð og verpir hvítum eggjun nálægt rótum kálplantann,
það er hægt að sjá eggin ef þau falla í moldina. Eftir ca. 6 daga kjekjast eggin í maðka. Þeir éta sig inn í rófuna og skemma rófuna.

Hvernig geymir maður fræ?
– Ekki í of miklum hita, t.d ekki á gólfi sem er upphitað. Miðast er við að geyma það í búrhita og gott að geyma það í vel lokuðum umbúðum.

Eitthvað annað?
– það er kostur ef það er skjól þar sem ræktunin fer fram
– kostur er ef það kemur næturfrost áður en rófurnar eru teknar upp. Frostið hægir á vexti rófunnar og gerir það að verkum að rófurnar geymast betur yfir veturinn. Rófan geymist betur því með því að hægja á vextinum minnkar það líkur á sjúkdómum sem geta myndast í geymslunni.