Mikið magn af C-vítamínum er í gulrófum og þá sérstaklega í gulrófum sem eru ræktaðar norðarlega. Talið er að hitasveiflur og næturfrost sé ástæðan fyrir því að rófurnar eru c-vítamín ríkari en þær sem eru ræktaðar sunnarlega. Einnig spilar inní að meira er af dagsbirtu á norðurslóðum en gerist sunnar.
Aftur á móti er meira af beta-karótín í gulrófum sem ræktaðar eru í heitara loftslagi en þær sem eru ræktaðar í kaldara. Beta-karótín er andoxunarefni sem kemur í veg fyrir myndun skaðlegra sindurefna í frumum. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á af beta-karótín getur minnkað líkur á ákveðnum krabbameinum.
Gulrófur innihalda töluvert af trefjum, meira en flestir aðri ávextir. Nokkur dæmi um góð áhrif trefja á líkamann:
-Trefjar hafa hemjandi áhrif á insúlín framleiðslu í líkamanum og dregur úr estrogenmagn
i í líkamanum. Þar af leiðandi stuðlar trefjarrík fæða t.d að minni líkum á brjóstarkabbameini.
– Trefjar stuðla líka að lækkun á blóðkólesteróls og minnkar því líkur á hjarta og æðasjúkdómum.
-Trefjarík fæða kemur meltingunni oft af stað.
Gulrófur eru mjög heppilegar fyrir fólk sem er t.d að reyna að grenna sig þar sem orkugildið í rófum er alveg sérstaklega lágt miða við aðrar fæðutegundir.