Ný þreskivél fyrir fræið

Við höfum fjárfest í nýrri þreskivél til að þreskja fræið okkar. Sandvíkurrófufræið fer í sölu lika fyrir helgi.
Nú getum við einnig boðið upp á þjónustu að þreskja smá fræ fyrir aðra sem vilja prufa sig áfram í frærækt á Íslandi 🙂
Sjá nánar á frétt á Sunnlenska.is
https://www.sunnlenska.is/frettir/eg-akvad-redda-thessu-bara-sjalf/?fbclid=IwAR14M1HfIBA-3P4HmDFyJVv9k3VnqNyRknkILurzW-K2mOLkScVOdygQ2EQ

Uppskera 2017 af Sandvíkurrófufræinu er komið í sölu

Nú er rófufræið okkar komið úr þreskingu og spíruprófun og kom uppskeran í ár sérlega vel út. Heildar uppskeran var 21 kíló þetta árið.

Sandvíkurrófufræ
Sandvíkurrófufræ

Fræið er nú flokkað í þrjá flokka. Allt fræið okkar kemur vel út í spíruprófum en er þó mælanlegur munur á að fyrsti flokkur er fljótsprottnari, hefur betri spírun og er harðgerðara ef það er þurrt.

Fyrsti flokkur 99% spírun og þungt – 75.000  kr kílóið + 24% vsk.

Annar flokkur 98% sprírun, léttara – 65.000 kr. kílóið + 24% vsk.

Þriðji flokkur 94% spírun, stórt og létt – 55.000 kr kílóið + 24%  vsk.

Einnig seljum við eldra fræ í smærri flokki á 50 þúsund kílóið spírun mjög góð

Þú getur pantað fræ með því að smella hér einnig getur þú sent tölvupóst á sandvikurrofur@gmail.com eða hringt beint í Hannes í síma 892-9565