Um Okkur

 

Hannes Jóhannsson er fæddur og uppalinn í Stóru-Sandvík í Flóa og býr þar enn í dag.  Hannes rekur þar ásamt dóttur sinni Fjólu Signýju fyrirtækið Skálpur slf. sem hefur sérhæft sig í gulrófnarækt til matar og ræktunar á rófnafræi.  Hannes nam við Garðyrkjuskóla ríkisins og útskrifaðist þaðan sem garðyrkjufræðingur árið 1972.  Hannes hefur stundað ræktun matjurta í áratugi og ræktun gulrófna allt frá árinu 1970 og hefur því mikla reynslu á því sviði.  Fyrirtækið Skálpur var stofnað árið 1979

HannesRófnarækt hefur lengi verið stunduð á Íslandi og hefur Kálfafellsrófan verið hvað lengst í ræktun. Sá stofn kemur til ræktunar frá Kálf­a­f­elli í Fljóts­hverfi um miðja síðustu öld. Kálfafellsrófur hafa reynst mjög vel við íslenskar aðstæður. Sandvíkurrófur eiga upphaf sitt í Kálfa­fells­róf­unni með þeirri erfða­vísa­blöndun sem hún varð fyrir á árunum þegar hún var ræktuð til frætöku kyn­s­lóð fram af kyn­s­lóð í Danmörku. Fræræktun á Kálfafellsrófan ásamt Vestmannaeyjarófum og öðrum rófum sem voru ræktaðar á Íslandi hófst um 1970 og hefur erfða­breyti­leikinn verið nýttur til markviss úr­vals. Sand­víkur­rófan á í sam­keppni við norska yrkið Vige, en það hefur átt bróður­partinn af ís­lenskri rófna­ræktun undan­farin ár. Frærækt af Sandvíkurrófu stuðlar að varðveislu rófnastofns sem hefur reynst vel í ræktun hér á landi enda kominn af gömlum íslenskum stofni og valin af rófum sem ræktaðar eru við íslenskar aðstæður. Sandvíkurrófur eru einnig eftirsóttar af neytendum.

Fjóla-Signý-Hannesdóttir-1392x892

gróðurhús fræ

Helsti munur og eiginleikar Sandvíkur rófufræið er að það er harðgerðara og þolir betur íslensk veðurskilyrði en fræ sem eru ræktuð erlendis. Einnig er Sandvíkurrófan talin vera safaríkari og bragð betri. Sandvíkur rófan er fremur ljósari að ofan en til dæmis Vige rófan. Helsti munur á rófukálinu á Vige og Sanvíkur rófunni er að á Vige rófu sprettur kálið beint upp og kál meiri miða við Sandvíkur rófuna.rofa2