Það var ákveðið að við á heimilinu myndum ekki borða brauð í janúarmánuði. Markmiðið var að finna eitthvað annað en brauð. Maður borðar oft meira brauð en mann grunar svo finnst manni eins og það sé erfitt að finna eitthvað í staðinn. Maður miklar þetta oft á tíðum fyrir sér og ég hvet alla til að prófa að sleppa t.d. brauði eða sykri í einhvern tíma. Þetta var minna mál en ég hélt en vissulega fékk ég mikla löngun í brauð eins og t.d í pizzu. Ég elska pizzu!
Loksins varð úr því að prófa að gera einhvern öðruvísi og glútenlausan pizzubotn. Ég prófaði mismunandi gerðir og breytti uppskriftum eftir mínu höfði. Núna er ég komin með tvo botna sem mér þykja bestir. Við erum að tala um það góðan að ég get ekki hætt að borða þó ég sé södd! og að allir sem hafa smakkað þennan botn elska hann.
Kostirnir við þennan botn að mínu mati eru
- Hollur
- Glútenlaus
- Sykurlaus
- Næringarríkur
- Hrikalega bragðgóður
- Þéttur í sér svo það er hægt að halda á pizzusneiðinni (ekki of þunnur eða molnar)
Innihaldið er:
- 1 lítil Sandvíkurrófa rifin niður og safinn kreistur úr (eftir að það var búið að kreista safann úr vóg það 142gr. hjá mér)
- 1/2 Bolli H-Berg chia fræ
- 1/2 Bolli H-berg möndlur
- 1/2 Bolli haframjöl
- 1-2 msk af oregano krydd
- 1/3 Bolli rifinn parmesan ostur
- 3 hvítlauksrif
- 3 msk olía
- 3 dl. rifin ostur
- 1 egg
- 2 tsk. hvítlaukssalt
Aðferð3 kúfullar msk. maísmjöl
6) Setja blönduna á bökunarplötu með smjörpappír og hnoða þetta enn betur saman og að lokum pressa það niður og dreifa úr því. Þessi uppskrift fyllir heila plötu með ca. 1 cm botni. Ég notaði bara hendurnar til að pressa og dreifa úr.
Það væri hægt að leggja smjörpappír ofan á og fletja það þannig út með höndum eða kökukefli.