Bakaður saltfiskur

Bakaður saltfiskur

Hráefni

 800 g úrvals saltfiskur,

 útvatnaður

 100 g smjör

 lítið búnt steinselja

 2–4 stk. hvítlauksgeirar

 hvítur pipar úr kvörn

Meðlæti

 1 stk. gulrófa

 1 dl vatn

 2 msk. smjör

 4–6 stk. kartöflur

 2–3 stk. laukar

 2–3 msk. ólífuolía

 salt og pipar úr kvörn

Aðferð

Bræðið smjörið á pönnu. Afhýðið hvítlauksgeirana, hakkið með steinselju í lítilli

matvinnsluvél og setjið saman við smjörið. Skerið saltfiskinn í fjóra jafna bita og

veltið þeim síðan upp úr hvítlaukssmjörinu. Kryddið með hvítum pipar úr kvörn og

bakið við 160°C í 10–12 mín., eftir þykkt, eða þar til fiskurinn er eldaður.

Meðlæti

Afhýðið gulrófuna og skerið í fingurlanga bita. Setjið smjör og vatn í pott, saltið

aðeins og látið suðuna koma upp. Sjóðið rófubitana í 5–7 mín. eða þar til þeir eru

orðnir meyrir. Flysjið kartöflurnar og skerið í litla teninga. Afhýðið lauka og skerið

smátt, í teninga. Steikið kartöflur og lauk upp úr smá ólífuolíu, við vægan hita, þar til

hvort tveggja er orðið gullinbrúnt og eldað. Kryddið að lokum með salti og pipar.

Uppskrift sótt á:

http://www.mbl.is/mm/folk/uppskriftir/index.html?sub=view_recipe;rec_id=697