Einföld og fljótleg rabarbara kaka

Einföld og fljótleg rabarbara kaka

Rabarbari  [magn fer eftir formi]

200 gr smjör,

1 bolli hveiti,

1 bolli sykur,

2 egg,

1 msk kókosmjöl,

1 tsk lyftiduft,

1 tsk vanillusykur,

má setja smá engifer og marsipan.

Látið rabbarbarann fylla botninn á eldföstu formi.

Smjörið er brætt í potti og þurrefnin sett útí, hrært saman.

Eggin hrærð saman við síðast. Þessu er hellt yfir rabbarb.

Bakað við 180° í 20-30 mín.

Uppskrift sótt á:

http://www.feykir.is/archives/11894