Létt baunasúpa

Létt baunasúpa

Fituminni útgáfa með minna kjöti en þó ekki síður bragðmikil og góð.

300 g gular baunir

2 l vatn

75 g magurt beikon

1 blaðlaukur (hvíti og ljósgræni hlutinn)

1 sellerístöngull

1 tsk. tímían

2 lárviðarlauf

nýmalaður pipar

750 g saltkjöt

500 g gulrófur

500 g gulrætur

hnefafylli af spínati (má sleppa)

Setjið baunirnar í pott og hellið köldu vatni yfir. Hitið að suðu og fleytið froðu

ofan af. Skerið beikon, blaðlauk og sellerí í fremur litla bita og setjið út í,

ásamt tímíani, lárviðarlaufi og pipar. Látið malla við fremur hægan hita í u.þ.b.

klukkustund. Fitu- og beinhreinsið kjötið, skerið það í fremur litla bita og setjið

út í. Látið malla áfram í 25 mínútur. Afhýðið gulrófur og gulrætur, skerið í bita

og setjið út í. Sjóðið áfram í um 25 mínútur, eða þar til kjötið og grænmetið er

meyrt. Bætið við svolitlu vatni ef súpan er mjög þykk en hækkið hitann, takið

lokið af pottinum og látið súpuna sjóða dálítið niður ef hún er of þunn. Skerið

að lokum spínatið í ræmur (ef það er notað), hrærið saman við og berið

súpuna fram.

Uppskrift sótt á:

http://saelkeraklubbur-ingunnar.blogcentral.is/blog/2010/2/16/saltkjot- og-baunir- tukallfekk-

thessa-uppskrift- og-frodleikmola- lanada/