Rabarbara- og eplamulningur
Neðra lag:
4 stk epli
400 g rabarbarabitar
1/4 bolli sykur
3 msk púðursykur
1 msk kanill
2 msk sítrónusafi
1/2 tsk múskat nýrifið
Efra lag:
100 g smjör
4/5 bolli hveiti
1/4 bolli haframjöl
3 msk púðursykur
1 tsk kanill
1/2 tsk salt
125 g hnetur saxaðar
1/4 tsk vanilludropar
Hitið ofninn í 175°C.
Matreiðsla:
Afhýðið eplin og takið kjarnann úr þeim og skerið þau í bita.
Blandið saman öllu sem í neðra lagið á að fara.
Setjið í botninn á eldföstu móti.
Myljið saman smjör og hveiti.
Blandið saman öllum hráefnunum sem eftir eru og hnoðið þau með hröðum
handtökum saman við hveiti og smjörmulninginn, og dreifið yfir neðralagið.
Bakið neðarlega í ofninum í 45-50 mín.
Berið fram volgt með þeyttum rjóma og eða ís.
Uppskrift sótt á:
http://www.feykir.is/archives/11894