Rabarbaramauk
Frábært rabbabaramauk.( stór uppskrift, auðvelt að helminga)
Innihald:
1 kg rabbabari,
200 gr laukur,
600 gr púðursykur,
200 gr rúsínur,
500 ml edik,
12 gr sinnepsduft eða fræ,
1 tsk allrahanda krydd,
1 tsk pipar,
1 tsk engifer,
1 tsk salt, smá ceyennepipar.
Matreiðsla:
Þvoið rabbabarann og skerið smátt. Sett í pott með öllum hinum hráefnunum og
soðið við vægan hita í eina klukkustund. Sett á krukkur. Geymist vel og gott með
öllum mat.)
Uppskrift sótt á:
http://www.femin.is/lnthreads_read.asp?main_group_id=0&group_id=2&post_id=109551&page_no
=161&thread_id=15400&theme_id=3&ppid=&pt=&np=109553&nt=15400