Rabbabarakaka
Innihald:
¾ bolli púðursykur,
1 dl matarolía ,
1 lítið egg
1 dl súrmjólk,
1/2 tsk salt,
½ tsk natron,
½ tsk vanilludropar,
3 dl hveiti,
1-2 bollar smátt skorinn rabbabari
Matreiðsla:
Öllu nema rabbabara hrært saman, honum er blandað saman við síðast. Sett í vel
smurt jólakökuform. Blöndu úr 1 msk smjörlíki og ½ dl af sykri stráð yfir deigið í
forminu. Bakað neðarlega í ofninun við 175 gráðu hita í ca eina klukkustund.
Kakan er best volg.
Uppskrift tekin af:
http://www.femin.is/lnthreads_read.asp?main_group_id=0&group_id=2&post_id=109551&page_no
=161&thread_id=15400&theme_id=3&ppid=&pt=&np=109553&nt=15400