Bakaðar gulrófur og gulrætur

Bakaðar gulrófur og gulrætur

500 g gulrófur, afhýddar og skornar í mjóar ræmur, 500 g gulrætur, afhýddar og

skornar í mjóar ræmur, 1 dl eplasafi, 2 msk þunnt hunang, 1 msk rifinn engifer

Ofninn hitaður í 175 gráður. Gulrófum og gulrótum blandað saman og hellt í

smurt, eldfast fat. Eplasafi, hunang og engifer hrært saman og hellt yfir. Bakað án

loks í um 1 klst og hrært öðru hverju. Borið fram með ýmsum kjötréttum.

Uppskrift sótt á:

http://snara.is/vefbaekur/g.aspx?dbid=12&action=search&sw=Baka%C3%B0ar+gulr%C3%B3fur+

og+gulr%C3%A6tur&r=0