Hér má nálgast uppskriftir sem innihalda gulrófur.
Gulrófutartar – Sigurlaug Margrét
Rófuborgari Sveinn Kjartansson
Æðislegur rófupizzubotn! (glútenlaus)
Rófur með chili og engifer – Yasmine Olsson
Rófusalat Krúsku – Valentína Björsdóttir
Rófusúpa – Rúnar Marvinsson
Ef þið viljið koma ykkar uppskrift (sem inniheldur rófur) hér inn sendið hana þá endilega á sandvikurrofur@gmail.com.
Eftirfarandi er tekið af síðunni islenskt.is.
Rófur
Geymsla
Rófur þarf að geyma í kæli. Besti geymsluhiti er 0-2°C. Rófum er hætt við að tapa vökva, því er best að sveipa þær plastfilmu eða geyma þær í lokuðum poka.
Notkun
Gulrófu má nýta á ýmsan hátt, bæði hráa og soðna. Hún er skorin í sneiðar eða teninga til að nota í súpur eða pottétti. Einnig er hún tilvalin til að rétta krökkum að narta í. Soðnar gulrófur eru bornar fram í sneiðum eða teningum sem meðlæti eða hafðar í rófustöppu með saltkjöti, saltfiski og sviðum, svo eitthvað sé nefnt. Þær eru líka góðar með lambasteik eða „roast beef“ – þykkar sneiðar eru penslaðar með feiti og látnar í fatið síðasta klukkutímann í steikingunni.
Hægt er að fríska upp á sneiðar af linum rófum með því að leggja þær í ísvatn í 30 mínútur. Eitthvað af vítamínum tapast þó við þetta.
Er hægt að fyrsta gulrófu?
Gulrófur eru fáanlegar allt árið, þannig að ekki verður séð að þörf sé á að frysta þær. Auk þess henta rófur ekki til frystingar eins og þær koma fyrir, en hægt er að frysta þær sem stöppu eða í teningum. Þó er nokkuð víst að árangurinn verður ekkert sérstakur, því þær verða vatnskenndar og bragðvondar eftir frystingu í samanburði við ferskar rófur.
Hvaða hluta er hægt að borða ?
Allt nema hýðið.